Starfsfólkið
Traust, fagmennska og lausnir.
Borg lögfræðistofa leggur áherslu á persónulega þjónustu, fagmennsku og lausnamiðuð vinnubrögð. Við sinnum margvíslegum verkefnum og veitum einstaklingum, félögum og fyrirtækjum ráðgjöf. Markmið okkar er að finna lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Hjá okkur starfa lögfræðingar sem hafa reynslu af ýmsum sviðum lögfræðinnar. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og góða þjónustu. Borg lögfræðistofa er í samstarfi við lögmenn hjá Lögmönnum Fossvogi.
Kristín Rós Magnadóttir
Lögfræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali
Menntun
BS í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2010.
Lauk námi til löggildingar fasteigna- og skipasala frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2019.
Master í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2022.
Starfsreynsla
Starfaði við þinglýsingar hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra árið 2011.
Hún sá um uppgreiðsluþjónustu lána og innheimtu lífeyristrygginga hjá Sparnaði ehf frá árinu 2012-2018.
Fasteignasali hjá Fagvís ehf frá árinu 2018 – 2023.
Sjálfstætt starfandi lögfræðingur frá árinu 2023.


Sunneva Björk Birgisdóttir
Lögfræðingur
Menntun
BA í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023.
ML í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2025.
Skiptinám í alþjóðlegri viðskiptalögfræði við Université Jean Molin Lyon 3 haustið 2023.
Starfsreynsla
Starfaði hjá Arion banka fyrst við afgreiðslu útlána og síðar við skjalagerð fyrirtækja 2021-2023.
Starfaði sem laganemi hjá LOGOS lögmannsþjónustu 2023-2024 og sinnti þar ýmsum verkefnum á fjölbreyttum sviðum lögfræðinnar.
Starfaði í persónuverndarteymi regluvörslu Arion banka 2024-2025.
Sjálfstætt starfandi lögfræðingur frá árinu 2025.
Sunneva sinnti samhliða námi ýmsum félagsstörfum, hún gengdi embætti varaformanns Lögréttu félags laganema við Háskólann í Reykjavík 2022-2023. Einnig hefur hún hefur verið varamaður í stjórn Menntasjóðs námsmanna frá árinu 2022.
Sunneva starfaði jafnframt sem aðstoðarkennari í námskeiðinu Aðferðarfræði I við lagadeild Háskólans í Reykjavík haustið 2024.
Heimilisfang
Austurmörk 7
810 Hveragerði


