Þjónusta
Borg lögfræðistofa veitir faglega og persónulega lögfræðiráðgjöf með áherslu á traust og lausnamiðaða nálgun. Við sérhæfum okkur í eignaskiptayfirlýsingum, erfðarétti, fasteignakaupum, fjölskyldurétti og stjórnsýslurétti, auk sérsniðinnar þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum skýra og skilvirka ráðgjöf á öllum sviðum lögfræðinnar.
1
Erfðaréttur
Undirbúningur og gerð erfðaskráa, við veitum ráðgjöf við fyrirframgreiðslu arfs, aðstoðum við uppgjör á dánarbúum og leyfi til setu í óskiptu búi.
2
Fasteignakauparéttur
Ráðgjöf og alhliða þjónusta varðandi kaup og sölu fasteigna, fasteignaréttindi og gallamál. Við bjóðum við upp á alhliða þjónusta við kaup og sölu fasteigna. Lögfræðingur fylgir viðskiptavinum frá upphafi til enda ferlisins. Hann sér um samskipti við fasteignasala og lánastofnanir auk þess að annast yfirferð skjala.
3
Fjölskylduréttur
Ráðgjöf við stofnun og slit hjúskapar og sambúðar. Gerð kaupmála og sambúðarsamninga auk þeirra samninga sem liggja þurfa fyrir við skilnað, svo sem samninga um fjárskipti, forsjá barna og umgengi. Einnig sinnum við málum er varða faðerni og ættleiðingar.
4
Lögfræðileg skjalagerð
Fagleg og nákvæm vinnsla skjala fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Gerð samninga og skjala fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við tryggjum faglega vinnslu skjala til að tryggja skýrleika og lagalega vernd.
5
Stjórnsýsluréttur
Ráðgjöf og aðstoð til einstaklinga og fyrirtækja í samskiptum við ríki og sveitarfélög. Til að mynda í tengslum við stjórnsýslukærur, leyfisveitingar og réttindamál.
6
Ýmiskonar samningagerð
Fagleg gerð samninga sem sniðnir eru að fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fyrirtækja. Við tryggjum að samningar séu skýrir og gildir að lögum
7
Húsfélagsþjónusta
Sérsniðin þjónusta fyrir húsfélög. Ráðgjöf og umsjón fyrir húsfélög, þar á meðal innheimta húsfélagsgjalda, gerð samninga við verktaka og fundarstjórn. Við tryggjum faglega stjórn og rekstur húsfélaga.
8
Eignaskiptayfirlýsingar
Við veitum faglega aðstoð við gerð eignaskiptayfirlýsinga og veitum um ráðgjöf og aðstoð við stofnun og skráningu fasteigna.
Sendu okkur fyrirspurn
Austurmörk 7
810 Hveragerði


